SnapUp

12.900 kr.

Hér er á ferðinni einar af okkar vinsælustu MTK-ShapeWear buxum frá upphafi !
MTK SnapUp aðhaldsbuxurnar sjá til þess að halda þér í þínu besta formi án þess að þú finnir fyrir þeim !

MTK SnapUp eru buxur með extra hárri MTK® teygju í mittinu sem saumuð eru í 5 hnappagöt. Hnappagötin eru til þess gerð að hægt sé að hneppa MTK® teygjunni við brjóstahaldarann en með buxunum fylgja 5 tölur og vandaður þráður til að hægt sé að sauma tölurnar við þinn uppáhalds  haldara. Buxurnar eru úr möttu MTK® High-density 360 ˚ support efninu okkar sem gefur gott aðhald yfir læri og rass. Efnið heldur sér mjög vel og missir ekki lit eftir þvott.

Það er þó ekki nauðsynlegt að nota tölurnar til að SnapUp skili sínu !
Teygjan er há og nær upp að brjóstahaldara sem gefur gott aðhald þrátt fyrir að buxunum sé ekki hneppt við haldara/top.

Með því að hneppa MTK® teygjunni á auðveldan hátt við haldarann færðu hámarks aðhald yfir maga, mitti og bak, eða alveg upp að brjóstahaldara allan hringinn sem hefur þau áhrif að móta líkamslínurnar. Það er auðvelt og það tekur þig aðeins stutta stund að hneppa buxunum við haldarann.
Götin eru 5 umhverfis MTK® teygjuna sem gefur þér fulla stjórn á því hversu mikið aðhald þú vilt og býður þér upp á að stilla aðhaldið á þrenna vegu allt eftir því hvernig þú vilt hafa það hverju sinni.

3 Stillingar:

Nr.1)  Með því að hneppa aðeins einni tölu að framan eða ,,The Secret Button´´ veita buxurnar þér mikið og gott aðhald sem sér til þess að styðja við og halda inni efri maganum allan daginn án þess að þú þurfir að laga þig til eða finnir fyrir nokkurri spennu eða óþægindum. Þótt hinar 4 tölurnar séu ekki í notkun á sama tíma gefur MTK® teygjan jafnt og gott aðhald sem sér um að móta mittið og magasvæðið.

Nr.2) Með því að hneppa aðeins 3 tölum, „The Secret Button“ að framan og einni á sitthvorri hliðinni veita buxurnar þér enn meira aðhald og stuðning sem heldur inni öllu magasvæðinu, undir brjóstin og út á síðu beggja megin.

Nr.3) Með því að hneppa öllum 5 tölunum veita buxurnar þér hámarks aðhald yfir magasvæðið allt upp að brjóstum, síðuna og bakið allt upp að brjóstahaldara/top. Stuðningurinn nær hámarki allan hringinn og mótar líkamslínurnar á áhrifaríkan hátt.

Þessar buxur eru einnig frábær lausn fyrir nýbakaðar mæður sem vilja aðhald og stuðning yfir magasvæðið eftir barnsburð. Einn helsti kosturinn er þó sá að með því að klæðast buxunum og hneppa þeim aðeins upp að framanverðu, hylur MTK® teygjan á buxunum alveg magasvæðið sem oft vill verða bert þegar konur eru að gefa börnum sínum brjóst og þurfa að hneppa frá blússunni eða smeygja sér úr bolnum. Með því að klæðast buxunum ertu laus við þetta hvimleiða vandamál sem hrjáir margar nýbakaðar mæður.

Til að MTK® Snap-up buxurnar aðlagist sem best mælum við með því að konur gangi í buxunum í 2-3 skipti áður en tölurnar eru festar við brjóstahaldarann þar sem MTK® teygjan er gerð úr mjög lifandi efni sem aðlagast líkama hverrar konu á ólíkan hátt eftir fyrstu skipti notkunar.

 

Vörunúmer: SNAPUP Flokkar: , ,