MiniMe Meðgöngubuxur

9.900 kr.

MiniMe meðgöngubuxur eru sérhannaðar fyrir verðandi mæður sem ganga með börn sín. MiniMe buxurnar henta vel allt frá byrjun meðgöngunnar fram á síðasta dag. Teygjan gefur vel eftir, eftir því sem bumban stækkar, án þess að missa teygjueiginleika sína svo hún missi lögun og rennur niður. Teygjan liggur vel að líkamanum og gefur góðan stuðning undir bumbuna og aftur yfir mjóbakið sem getur gefið góða raun við togverkjum og vægum bakverkjum á meðgöngu.

Best er að byrja að nota MiniMe buxurnar í kringum þriðja mánuð meðgöngu. Það þýðir þó ekki að konur sem komnar eru lengra geti ekki byrjað að nota MiniMe buxurnar síðar á meðgöngu, en til að njóta sem best þægindanna sem buxurnar bjóða uppá mælum við með að byrja ekki síðar að ganga í buxunum en í kringum sjötta mánuð meðgöngu. Þó ber að hafa í huga að hver meðganga er einstök og því er mikilvægt að hver og ein kona meti út frá eigin líðan og tilfinningu hvenær á meðgöngunni sé best að byrja að ganga í MiniMe Meðgöngubuxunum.